Tilboð – Garðverkin

Tilboð kr. 3.900,-
Verð áður kr. 5.601,-

Hagnýt ráð um ræktunarstörf og viðhald gróðurs ásamt leiðbeiningum um lífræna ræktun og safnhaugagerð. Skrifuð á vistvænum nótum í anda sjálfbærrar þróunar. Um áttatíu ljósmyndir og á fjórða hundrað skýringarmyndir.

Helstu umfjöllunarefni: Áburður og virkni hans. Timburskjólveggir í görðum. Matjurtir, sáning, uppeldi og ræktun. Vélar,verkfæri, val þeirrra og viðhald. Grasflötin , sáning, tyrfing og áburðargjöf, sláttur og hirðing. Sumarblóm, fjölær blóm, uppeldi og ræktun, blómlaukar og hnýði. Tré og runnar, trjáklippingar og gróðursetning, fræsöfnun og fjölgun. Jarðvegsskipti og undirvinna fyrir gangstéttir, bílastæði, garðtjarnir og grjótveggi. Lífræn ræktun, safnhaugagerð, sáðskipti, safnkassar og lífrænar varnir gegn meindýrum. Trjágróður og sumarbústaðalandið, landkostir og skipulag, tegundaval og grunnatriði skógræktar. Í bókinni eru töflur sem tilgreina fræmagn, sáðtíma, áburðarþörf, hitaþörf og útplöntunarbil blóma, blómlauka og matjurta.

 

Hvað segja þau um Garðverkin?

Hafsteinn Hafliðason garðyrkjusérfræðingur:

“Helvíti er þetta góð bók! Greinargóðar upplýsingar, agaður texti, öguð bók”

Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur í Blómavali:

“Hafsjór af upplýsingum í orði og myndum frá fagmanni.”

Ólafur B Guðmundsson lyfjafræðingur og fyrrv. ritstjóri Garðyrkjurits Garðyrkjufélags Íslands:

“Falleg bók og fróðleg, vel skrifuð og vel fram sett, Steinn er hittinn á svör við réttum spurningum, mæli með þessari nýju bók.”

Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur Hveragerði; Ingibjörg:

“Okkar viðskiptavinir hrósa bókinni bæði vinstri og hægri. Það gerum við líka!”

Rannveig Þorsteinsdóttir garðyrkjuáhugakona:

“Allt sagt í bókinni, ..Garðyrkjubiblían mín.”

Panta bók hér

mynd