Útgáfa

Bækur

 

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu

HÖFUNDUR
Steinn Kárason
Verð kr 5.990,-

VÖRULÝSING

Ungur drengur vex upp í sjávarþorpi við fjörð sem fóstrar blómlegar sveitir. Nánd við sjó og sjómenn, bændur og búalið, mynda bakgrunn sögunnar. Leiksviðið er bærinn, gömul hús, fjaran, bryggjurnar, sveitin.

Strákar leika sér og rækja skyldur sínar í heimi fullorðinna. Drengurinn hænir að sér dúfur. Hann forðar kettlingi frá dauða og verða með þeim miklir kærleikar, eða hvað …

Drengurinn sér eitt og annað sem aðrir skynja ekki. Það reynist honum þungt í skauti …

Ógeðfelldir atburðir gerast, viðkvæm atvik í lífi fólksins …

Mannlegur breyskleiki birtist í ýmsum myndum. Sannleikur þolir ekki alltaf dagsljósið … Hversu mikils virði eru þá háleit markmið og reisn?

Sagan gerist í skugga kalda stríðsins. Rússagrýlan og Kúbudeilan eru í hámarki og í fyrsta sinn í sögunni stendur mannkynið frammi fyrir tortímingu heimsins vegna kjarnorkusprengju.

Hlýr blær og glettni ríkja í sögunni þrátt fyrir skuggalegt baksvið.

VÖRUFLOKKUR

Íslenskar bækur, Skáldverk íslensk – innbundin

Form: Innbundin

Útgáfuár: 2022

Blaðsíðufjöldi: 238

 

Lærum saman

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Í handhægri öskju eru fjórar sögubækur, verkefnabók og námsspil í fjórum spilastokkum. Sögubækurnar fjalla um þrjú systkini á aldrinum fimm til átta ára. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar og er þeim ætlað að vekja áhuga og löngun barna til að læra meira. Kaupendur öskjunnar Lærum saman fá lykilorð að hljóðbókum með öllum sögunum og níu myndböndum (vídeó) á vefnum lærumsaman.is Verkefnabókin inniheldur fjölbreyttar æfingar og fylgigögn; föndur, leiki og spil fyrir barnið að spreyta sig á með aðstoð fullorðins.

Námsspilin gefa börnunum tækifæri á að para saman orð og myndir og að læra um reikning og meðferð talna. Í fyrsta stokknum eru stafabangsar með íslensku bókstöfunum, í öðrum eru þrjár myndir fyrir hvern bókstaf. Í þeim þriðja eitt orð fyrir hverja mynd og í þeim fjórða einfalt samlagningarspil.

Þessi líflegu námsgögn nýtast bæði í skólum og á heimilum. Þau eru tilvalin til notkunar með elstu árgöngum í leikskóla og yngstu árgöngum í grunnskóla.

Myndir í bókunum gerði myndlistarkonan Brimrún Birta Friðþjófsdóttir. Askjan er falleg gjöf til barns á aldrinum fimm til átta ára.

Námsefnið Lærum saman er kærkomin viðbót við handbækurnar Ég get lesið og Tölur og stærðir í leik og starfi eftir Kristínu. Þær bækur eru ætlaðar fullorðnum. Lærum saman er ætlað börnunum sjálfum undir leiðsögn fullorðinna.

Höfundurinn Kristín Arnardóttir á að baki langan starfsferil í leikskóla, sérskóla og almennum grunnskólum. Nú sinnir hún einkum börnum sem eru að hefja nám í grunnskóla. Kristín leggur áherslu á að áhugi barna á að læra sé virkjaður um leið og hann vaknar og að bæði foreldrar og fagfólk leggi hönd á plóg.

Þróunarsjóður námsgagna og Hagþenkir styrktu gerð efnisins.

Gerð; heft / gormað / námsspil / hljóðbók / hreyfimyndasaga (video)

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 6.000,-

 

Lærum að lesa

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Sögubækurnar Lærum að lesa, Lærum að skrifa, Lærum um tölur og Lærum að vera sjálfbjarga, fjalla um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára. Einnig koma við sögu amma og afi og hundurinn Kolur ásamt kennurum barnanna. Lesendur fá að fylgjast með ýmsu sem fjölskyldan tekur sér fyrir hendur. Frásögnin hefst á miðju hausti og lýkur í byrjun hausts ári síðar. Inn í sögurnar fléttast viðfangsefni sem tengjast því að undirbúa börn fyrir nám og starf í grunnskóla.

Blaðsíðufjöldi 74

Gerð; heft / hljóðbók / myndband

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 2.200,-

 

Lærum að skrifa

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Sögubækurnar Lærum að lesa, Lærum að skrifa, Lærum um tölur og Lærum að vera sjálfbjarga, fjalla um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára. Einnig koma við sögu amma og afi og hundurinn Kolur ásamt kennurum barnanna. Lesendur fá að fylgjast með ýmsu sem fjölskyldan tekur sér fyrir hendur. Frásögnin hefst á miðju hausti og lýkur í byrjun hausts ári síðar. Inn í sögurnar fléttast viðfangsefni sem tengjast því að undirbúa börn fyrir nám og starf í grunnskóla.

Blaðsíðufjöldi 39

Gerð; heft / hljóðbók / myndband

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 2.200,-

 

Lærum um tölur

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Sögubækurnar Lærum að lesa, Lærum að skrifa, Lærum um tölur og Lærum að vera sjálfbjarga, fjalla um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára. Einnig koma við sögu amma og afi og hundurinn Kolur ásamt kennurum barnanna. Lesendur fá að fylgjast með ýmsu sem fjölskyldan tekur sér fyrir hendur. Frásögnin hefst á miðju hausti og lýkur í byrjun hausts ári síðar. Inn í sögurnar fléttast viðfangsefni sem tengjast því að undirbúa börn fyrir nám og starf í grunnskóla.

Blaðsíðufjöldi 61

Gerð; heft / hljóðbók / myndband

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 2.200,-

 

Lærum að vera sjálfbjarga

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Sögubækurnar Lærum að lesa, Lærum að skrifa, Lærum um tölur og Lærum að vera sjálfbjarga, fjalla um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára. Einnig koma við sögu amma og afi og hundurinn Kolur ásamt kennurum barnanna. Lesendur fá að fylgjast með ýmsu sem fjölskyldan tekur sér fyrir hendur. Frásögnin hefst á miðju hausti og lýkur í byrjun hausts ári síðar. Inn í sögurnar fléttast viðfangsefni sem tengjast því að undirbúa börn fyrir nám og starf í grunnskóla.

Blaðsíðufjöldi 41

Gerð; heft / hljóðbók / myndband

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 2.200,-

 

Verkefnabók

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Verkefnabókin og sögubækurnar mynda eina heild. Börnin í sögunum fást við svipuð verkefni og er að finna í verkefnabókinni.

Verkefnabókin hefur að geyma fjölbreyttar æfingar og fylgigögn; föndur, leiki og spil fyrir barnið að spreyta sig á með aðstoð fullorðins. Viðfangsefnin eru m.a. klippa, líma, lita, tengja, föndra, skrifa, spora, teikna, telja, reikna, leira, perla, þræða, sauma ofl.

Í verkefnabókinni eru lestrardrekar- og lestrarstrimlar, stafahús- og stafabangsar. Einnig hundraðstafla, búðarleikur, krónuspil, slönguspil og fleiri borðspil. Samlagning með talnalínu og margt fleira skemmtilegt.

Ætlunin er að sögurnar séu lesnar fyrir börn og kveikja áhuga þeirra á að spreyta sig á verkefnunum. Sérstakar æfingar og leikir tengjast hverri lestrarbók fyrir sig. Flest verkefnin í verkefnabókinni eru þannig úr garði gerð að barnið þarf einhverja aðstoð við þau. Námsefnið Lærum saman nýtist jafnt á heimili sem í skóla. Það ætti að koma að góðum notum í starfi með elstu árgöngum í leikskóla og yngstu árgöngum í grunnskóla. Unnt er að kaupa verkefnabækur einar og sér. Nauðsynlegt er þó að askjan með öllum gögnunum sé til staðar þar sem námsefnið er notað.

Blaðsíðufjöldi 129

Gerð; gormuð

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 500,-

  

Námsspil – 4 stokkar

Ekki í lausasölu. Fæst einungis í öskjunni með námsefninu Lærum saman.

Höfundur: Kristín Arnardóttir

1 Stafabangsar með öllum íslensku bókstöfunum, 73 spil.

2 Myndaspil. Þrjár myndir fyrir hvern bókstaf, 87 spil.

3 Orðaspil. Eitt orð fyrir hverja mynd, 87 spil.

4 Bílar-bílskúrar. Einfalt samlagningarspil, 57 spil.

 

Vídeó – myndskreyttar hljóðbækur

Höfundur: Kristín Arnardóttir – lestur, hljóð- og myndvinnsla: Sindri Freyr Steinsson.

Ekki í lausasölu. Fæst einungis með sérstöku lykilorði í öskjunni með námsefninu Lærum saman.

Kaupendur öskjunnar Lærum saman fá lykilorð að hljóðbókum með öllum sögunum og níu myndböndum (vídeó) á vefnum lærumsaman.is

Hér má sjá sýnishorn af myndskreyttri hljóðbók:

 

Trjáklippingar

Höfundur: Steinn Kárason.

Í Trjáklippingabókinni er fjallað um klippingu á um 140 algengum trjá- og runnategundum, lítillega fjallað um fáein blóm, auk þess sem nefnd eru um 50 rósaafbrigði sem vænleg eru til ræktunar hér á landi. Bókin sem er 111 blaðsíður er prýdd um 180 skýringarmyndum eftir Han Veltman.

Sérstaklega er fjallað um hverning klippa skal epla- og perutré, kirsuberja- og plómutré, vínvið, tómata, gúrkur, melónur og papriku.

Klippi fólk tré og runna árlega á markvissan hátt næst betri ræktunarárangur. Hægt er að stýra vexti, hæð, blómgun og umfangi trjáa og runna með klippingu. Trjáklipping, sem unnin er á réttan hátt, gefur gróðrinum meira notagildi og meira yndis má af honum njóta.

Trjáklippingar eru vandasamt verk en góður árangur næst aðeins með æfingu og haldgóðri þekkingu á hverri tegund. Aðal klippingatíminn er að vetri meðan gróðurinn er í mestri hvíld, enda er þá hægast að átta sig á vaxtarlaginu. En einnig þarf að klippa að vori, sumri og hausti, allt eftir tegundum og aðstæðum.

Í Trjáklippingabókinni eru veitt hagnýt ráð um trjárækt. Sér kafli er í bókinni um lífrænar varnir gegn meindýrum og drepið er á þýðingarmikla þætti er varða lífvæna ræktun sem er þungamiðjan í umræðunni um sjálfbærni og hollustu og verndun lífríkisins.

Kærkomið og heildstætt verk er lítur að þessum mikilvæga þætti í garðrækt og skógrækt.

Verð kr. 3.500,-

 

Martröð með myglusvepp

Höfundur: Steinn Kárason.

Í bókinni eru átta reynslusögur fólks sem glímt hefur við eitrun af völdum myglusveppa, hvernig fólkið brást við og leiðir þess til að sigrast á vandanum.

Greint er frá einkennum fólks af völdum myglusveppa, hugsanlegum bataleiðum varðandi fæðu og lífshætti og hvað beri að varast. Drepið er á endurskoðun laga og reglna og upplýsinga leitað hjá sérfræðingum í byggingargeiranum og myglusveppafræðingi.

Um þrjátíu ljósmyndir eru í bókinni, þær sýna húðútbrot á fólki, raka- og mygluskemmdir í híbýlum og viðgerðir vegna tjóns.

Veikindi og heilsutjón af völdum myglusveppa eru samfélagslegt böl sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Fjárhagslegt tjón er verulegt. Fræðsla um orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa er nauðsyn. Þar til bærir aðilar þurfa að sýna ábyrgð. Hönnun húsa, byggingaraðferðir, ábyrgð og eftirlit með húsbyggingum er höfuðatriði til að koma í veg fyrir myglutjón, einnig viðhald og umgengni fólks í húsum og híbýlum. Löggjöf og viðurlögum í þessum efnum er ábótavant.

Þekking á bataleiðum vegna myglusveppaeitrunar er takmörkuð. Læknar standa iðulega ráðþrota. Mögulegar leiðir til að ná bata geta farið eftir hverjum og einum.

Verð kr. 3.200,-

 

Garðverkin

gardverkin

Höfundur: Steinn Kárason.

Hagnýt ráð um ræktunarstörf og viðhald gróðurs ásamt leiðbeiningum um lífræna ræktun og safnhaugagerð. Skrifuð á vistvænum nótum í anda sjálfbærrar þróunar. Um áttatíu ljósmyndir og á fjórða hundrað skýringarmyndir.

Helstu umfjöllunarefni: Áburður og virkni hans. Timburskjólveggir í görðum. Matjurtir, sáning, uppeldi og ræktun. Vélar,verkfæri, val þeirrra og viðhald. Grasflötin , sáning, tyrfing og áburðargjöf, sláttur og hirðing. Sumarblóm, fjölær blóm, uppeldi og ræktun, blómlaukar og hnýði. Tré og runnar, trjáklippingar og gróðursetning, fræsöfnun og fjölgun. Jarðvegsskipti og undirvinna fyrir gangstéttir, bílastæði, garðtjarnir og grjótveggi. Lífræn ræktun, safnhaugagerð, sáðskipti, safnkassar og lífrænar varnir gegn meindýrum. Trjágróður og sumarbústaðalandið, landkostir og skipulag, tegundaval og grunnatriði skógræktar. Í bókinni eru töflur sem tilgreina fræmagn, sáðtíma, áburðarþörf, hitaþörf og útplöntunarbil blóma, blómlauka og matjurta.

Verð kr. 3.500,-

 

Ég get lesið

bokakapa_03

Höfundur: Kristín Arnardóttir.

Ég get lesið, ásamt fylgigögnum er allt í senn: handbók, námsefni og leikföng. Á hverri síðu er kynnt hugmynd að léttri æfingu eða leik. Leikgleði og sköpunarkraftur barnsins er virkjaður til hins ítrasta. Hugmyndirnar í bókinni nýtast vel heima fyrir í fangi pabba og mömmu, afa og ömmu eða eldri systkyna. Með bókinni fylgja skemmtileg kennslugögn í plasthúðuðu kartoni, það eru stefabangsar, bangsabíllinn, stafahúsið, stafrófið og fleira.

Verð kr. 5.000,-

 

Tölur og stærðir í leik og starfi

bokakapa_01

Höfundur: Kristín Arnardóttir.

Handbók um stærðfræðikennslu ungra barna fyrir leik,- grunnskóla og heimili. Fjallað um skipulag kennslu, samverustund, hópverkefni og einstaklingsverkefni sem þroska skilning barna á stærðar- og fjöldahugtökum, tímahugtökum, uppbyggingu talnakerfisins og einföldum reikniaðgerðum. Nám og leikur er spunnið saman á lipran og aðgengilegan hátt. Fjallað um myndræna stundatöflu og umgjörð kennslu. Hugmyndir í bókinni eru sniðnar fyrir leikskóla í samverustundum og hópastarfi. Bókin er hvalreki á fjörur þeirra sem vilja efla skilning og áhuga barna frá unga aldri. Hentar foreldrum í námi og leik með börnum sínum. Bók til viðbótar almennu námsefni í stærðfræði, ætluð kennurum sem vilja dýpka skilning og efla áhuga barna á stærðfræði með leik og léttum æfingum. Hugmyndir úr sérkennslu sem hæfa nemendum sem þurfa á mikilli endurtekningu að halda og hlutbundna nálgun í stærðfræðinámi.

Flestar hugmyndir og leiki sem finna má í bókinni geta foreldrar notað heimavið í námi og leik með börnum sínum.

Verð kr. 4.000,-

 

Tónlist

steinn úr djúpinu

frontcover_2

Höfundur: Steinn Kárason o.fl.

Rokk, popp og dægurtónlist.

Söngvarar eru Páll Rósinkrans, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Íris Guðmundsdóttir, Haukur Hauksson ,Guðmundur F. Benediktsson og Steinn Kárason. Bakraddir syngur Ingi Gunnar Jóhannsson.

Gítar, Sigurgeir Sigmundsson. Bassi, Jón Ólafsson. Fiðla, Hjörleifur Valsson. Saxófónn, Vilhjálmur Guðjónsson. Hammond, hljómborð, trommusláttur, upptökur ofl. Hilmar Sverrisson

Sjálfur syngur Steinn fimm lög, spilar á munnhörpu í einu lagi og á kassagítar í þremur lögum. Átta textar eru eftir Stein, þrír eru eftir Lárus Sólberg Guðjónsson og einn texti er eftir Jónas Friðrik.

Verð kr. 2.000,-

 

Lagalisti og hljóðdæmi:

Ég veit – Ég veit

Þórscafé – Þórscafé

Paradís – Paradís

Hermaðurinn – Hermaðurinn

Hrunadans – Hrunadans

Ég heilsa þér Reykjavík – Ég heilsa þér Reykjavík

Tímamótaljóð – Tímamótaljóð

Fiskibátur – Fiskibátur

Of seint – Of seint

Haustlitir – Haustlitir

Gullý – Gullý

Ísbrjótur – Ísbrjótur

 

Helga himneska stjarna

KM_C284e-20160211153329

Höfundur: Steinn Kárason og Sigurbjörn Einarsson, sígild tónlist.

Helga himneska stjarna er hátíðlegt og fallegt jólalag. Ljóðið orti Sigurbjörn Einarsson biskup við lag Steins Kárasonar. Lagið er í tveimur útgáfum á þessari plötu. Annars vegar í flutningi Schola cantorum og félaga úr kammersveit Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar. Sú útgáfa var tekin upp í Hallgrímskirkju.

Hins vegar er lagið sungið af Hrólfi Sæmundssyni barítón við orgelundirleik Steingríms Þórhallssonar organista í Neskirkju.

Kór Dómkirkjunnar frumflutti lagið í messu í Dómkirkjunni sunnudaginn 13. júní 2004 undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar organista í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar. Lagið á vaxandi vinsædum að fagna og hefur verið flutt af einsöngvurum og kórum víða um land.

Verð kr. 2.000,-

 

Helga himneska stjarna – hljóðdæmi: Schola cantorum – Helga himneska stjarna – hljóðdæmi: Schola cantorum

Helga himneska stjarna – söngur: Hrólfur Sæmundsson – Helga himneska stjarna – söngur: Hrólfur Sæmundsson

 

DVD

Trjáklippingar og umhirða

DVD

Höfundur: Steinn Kárason.

Nauðsynlegt er að laga til vöxt viðarplantna. Með því að klippa reglulega og á markvissan hátt næst betri ræktunarárangur. Trjáklipping sem framkvæmd er á réttan hátt gefur gróðrinum meira notagildi og meira yndis má af honum njóta. Hægt er að stýra vexti, þéttleika, hæð og umfangi gróðurs. Einnig er hægt að hafa áhrif á blómmyndun til að auka blómgun og þar með uppskeru berja og aldina. Rangar aðfarir geta hins vegar leitt til hins gagnstæða.

Garðyrkjufræðingurinn góðkunni Steinn Kárason leiðbeinir um krónuklippingu lauftrjáa, um klippingu og snyrtingu á greni og klípingu á furu. Útskýrt er hvernig klippa á vinsæla skrautrunna, rósir, berjarunna og limgerði. Steinn sýnir réttu handtökin við að flytja tré og fella tré, hvernig á að gróðursetja og styðja við tré eftir gróðursetningu. Þá er greint frá áburði, jarðvegi, safnhaugagerð og tegundavali. Loks er fjallað um vefjaræktun, kynbætur á íslensku birki, en íslenska birkið og vistkerfi þess hefur átt undir högg að sækja eftir áníðslu um aldir.

Verð kr. 2.000,-