Lærum saman

Lærum saman

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Í handhægri öskju eru fjórar sögubækur, verkefnabók og námsspil í fjórum spilastokkum. Sögubækurnar fjalla um þrjú systkini á aldrinum fimm til átta ára. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar og er þeim ætlað að vekja áhuga og löngun barna til að læra meira. Kaupendur öskjunnar Lærum saman fá lykilorð að hljóðbókum með öllum sögunum og níu myndböndum (vídeó) á vefnum lærumsaman.is Verkefnabókin inniheldur fjölbreyttar æfingar og fylgigögn; föndur, leiki og spil fyrir barnið að spreyta sig á með aðstoð fullorðins.

Námsspilin gefa börnunum tækifæri á að para saman orð og myndir og að læra um reikning og meðferð talna. Í fyrsta stokknum eru stafabangsar með íslensku bókstöfunum, í öðrum eru þrjár myndir fyrir hvern bókstaf. Í þeim þriðja eitt orð fyrir hverja mynd og í þeim fjórða einfalt samlagningarspil.

Þessi líflegu námsgögn nýtast bæði í skólum og á heimilum. Þau eru tilvalin til notkunar með elstu árgöngum í leikskóla og yngstu árgöngum í grunnskóla.

Myndir í bókunum gerði myndlistarkonan Brimrún Birta Friðþjófsdóttir. Askjan er falleg gjöf til barns á aldrinum fimm til átta ára.

Námsefnið Lærum saman er kærkomin viðbót við handbækurnar Ég get lesið og Tölur og stærðir í leik og starfi eftir Kristínu. Þær bækur eru ætlaðar fullorðnum. Lærum saman er ætlað börnunum sjálfum undir leiðsögn fullorðinna.

Höfundurinn Kristín Arnardóttir á að baki langan starfsferil í leikskóla, sérskóla og almennum grunnskólum. Nú sinnir hún einkum börnum sem eru að hefja nám í grunnskóla. Kristín leggur áherslu á að áhugi barna á að læra sé virkjaður um leið og hann vaknar og að bæði foreldrar og fagfólk leggi hönd á plóg.

Þróunarsjóður námsgagna og Hagþenkir styrktu gerð efnisins.

Gerð; heft / gormað / námsspil / hljóðbók / hreyfimyndasaga (video)

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 6.000,-

 

Lærum að lesa

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Sögubækurnar Lærum að lesa, Lærum að skrifa, Lærum um tölur og Lærum að vera sjálfbjarga, fjalla um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára. Einnig koma við sögu amma og afi og hundurinn Kolur ásamt kennurum barnanna. Lesendur fá að fylgjast með ýmsu sem fjölskyldan tekur sér fyrir hendur. Frásögnin hefst á miðju hausti og lýkur í byrjun hausts ári síðar. Inn í sögurnar fléttast viðfangsefni sem tengjast því að undirbúa börn fyrir nám og starf í grunnskóla.

Blaðsíðufjöldi 74

Gerð; heft / hljóðbók / myndband

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 2.840,-

 

Lærum að skrifa

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Sögubækurnar Lærum að lesa, Lærum að skrifa, Lærum um tölur og Lærum að vera sjálfbjarga, fjalla um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára. Einnig koma við sögu amma og afi og hundurinn Kolur ásamt kennurum barnanna. Lesendur fá að fylgjast með ýmsu sem fjölskyldan tekur sér fyrir hendur. Frásögnin hefst á miðju hausti og lýkur í byrjun hausts ári síðar. Inn í sögurnar fléttast viðfangsefni sem tengjast því að undirbúa börn fyrir nám og starf í grunnskóla.

Blaðsíðufjöldi 39

Gerð; heft / hljóðbók / myndband

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 2.840,-

 

Lærum um tölur

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Sögubækurnar Lærum að lesa, Lærum að skrifa, Lærum um tölur og Lærum að vera sjálfbjarga, fjalla um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára. Einnig koma við sögu amma og afi og hundurinn Kolur ásamt kennurum barnanna. Lesendur fá að fylgjast með ýmsu sem fjölskyldan tekur sér fyrir hendur. Frásögnin hefst á miðju hausti og lýkur í byrjun hausts ári síðar. Inn í sögurnar fléttast viðfangsefni sem tengjast því að undirbúa börn fyrir nám og starf í grunnskóla.

Blaðsíðufjöldi 61

Gerð; heft / hljóðbók / myndband

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 2.840,-

 

Lærum að vera sjálfbjarga

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Sögubækurnar Lærum að lesa, Lærum að skrifa, Lærum um tölur og Lærum að vera sjálfbjarga, fjalla um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára. Einnig koma við sögu amma og afi og hundurinn Kolur ásamt kennurum barnanna. Lesendur fá að fylgjast með ýmsu sem fjölskyldan tekur sér fyrir hendur. Frásögnin hefst á miðju hausti og lýkur í byrjun hausts ári síðar. Inn í sögurnar fléttast viðfangsefni sem tengjast því að undirbúa börn fyrir nám og starf í grunnskóla.

Blaðsíðufjöldi 41

Gerð; heft / hljóðbók / myndband

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 2.840,-

 

Verkefnabók

Höfundur: Kristín Arnardóttir

Lýsing

Verkefnabókin og sögubækurnar mynda eina heild. Börnin í sögunum fást við svipuð verkefni og er að finna í verkefnabókinni.

Verkefnabókin hefur að geyma fjölbreyttar æfingar og fylgigögn; föndur, leiki og spil fyrir barnið að spreyta sig á með aðstoð fullorðins. Viðfangsefnin eru m.a. klippa, líma, lita, tengja, föndra, skrifa, spora, teikna, telja, reikna, leira, perla, þræða, sauma ofl.

Í verkefnabókinni eru lestrardrekar- og lestrarstrimlar, stafahús- og stafabangsar. Einnig hundraðstafla, búðarleikur, krónuspil, slönguspil og fleiri borðspil. Samlagning með talnalínu og margt fleira skemmtilegt.

Ætlunin er að sögurnar séu lesnar fyrir börn og kveikja áhuga þeirra á að spreyta sig á verkefnunum. Sérstakar æfingar og leikir tengjast hverri lestrarbók fyrir sig. Flest verkefnin í verkefnabókinni eru þannig úr garði gerð að barnið þarf einhverja aðstoð við þau. Námsefnið Lærum saman nýtist jafnt á heimili sem í skóla. Það ætti að koma að góðum notum í starfi með elstu árgöngum í leikskóla og yngstu árgöngum í grunnskóla. Unnt er að kaupa verkefnabækur einar og sér. Nauðsynlegt er þó að askjan með öllum gögnunum sé til staðar þar sem námsefnið er notað.

Blaðsíðufjöldi 129

Gerð; gormuð

Fyrir börn 5-8 ára með aðstoð fullorðinna.

Verð kr. 2.000,-

Verulegur magnafsláttur. Leitið upplýsinga.

 

Námsspil – 4 stokkar

Ekki í lausasölu. Fæst einungis í öskjunni með námsefninu Lærum saman.

Höfundur: Kristín Arnardóttir

1 Stafabangsar með öllum íslensku bókstöfunum, 73 spil.

2 Myndaspil. Þrjár myndir fyrir hvern bókstaf, 87 spil.

3 Orðaspil. Eitt orð fyrir hverja mynd, 87 spil.

4 Bílar-bílskúrar. Einfalt samlagningarspil, 57 spil.

 

Vídeó – myndskreyttar hljóðbækur

Höfundur: Kristín Arnardóttir – lestur, hljóð- og myndvinnsla: Sindri Freyr Steinsson.

Ekki í lausasölu. Fæst einungis með sérstöku lykilorði í öskjunni með námsefninu Lærum saman.

Kaupendur öskjunnar Lærum saman fá lykilorð að hljóðbókum með öllum sögunum og níu myndböndum (vídeó) á vefnum lærumsaman.is

Hér má sjá sýnishorn af myndskreyttri hljóðbók: