Smásögur sem gerast á Íslandi og erlendis. Sagt frá ungum dreng sem gefur skyggnigáfu sína upp á bátinn, Danmerkurdögum með skáldlegu ívafi, gamalli konu með göngugreind, tímaflakki milli heimsálfa, sundfélögum sem leysa landsmálin í legvatni, vinskap manna með ólíka kynhneigð, pólitískum mannaráðningum og kynbótum á mönnum sem hljóta óvæntan endi.
Steinn Kárason er mörgum kunnur fyrir bækur sínar og tónlist. Hann er höfundur fjögurra bóka og er Synda selir hans annað skáldverk. Með þessu smásagnasafni kemur glöggt í ljós frumleiki Steins í sagnagerð og góð tök á málinu. Tónninn er hlýlegur og glettinn og frásögnin beinir huga lesanda inn á við – að óljósum mörkum skáldskapar og raunveruleika.
