Qigongnámskeiði nýlokið

Qigongnámskeiði í samstarfi við Námsflokka Hafnarfjarðar er nýlokið. Leiðbeinandi var Steinn Kárason. Qigong byggir á ævafornri kínverskri hefð og á vaxandi vinsældum að fagna hér á landi. Starfsmannahópum gefst nú kostur á að panta qigongnámskeið.

Qigong er samhæft kerfi öndunar, hreyfinga og einbeitingar sem miðar að því að viðhalda og efla heilsu iðkenda, efla ónæmi gegn sjúkdómum, efla styrk gegn umhverfisáreiti og auka getu líkama og sálar til að endurheimta og viðhalda heilbrigði. Qigong eykur vellíðan og lífsgæði og stuðlar að andlegu og líkamlegu jafnvægi iðkenda. Æfingunum fylgja ekki átök og iðkendur svitna ekki, blóðrás eykst og líkaminn hitnar. Þörf er á einbeitingu og úthaldi. Qi gong byggir á:


a) öguð öndun
b) öguð hugsun
c) agaður líkamsburður